Viðtalið

Áfram höldum við með að kynna Harðverja. Nú er komið að einum af markvörðun Harðar. Frábær strákur hann Aron!

IMG_5214

Nafn: Aron Guðmundsson

Gælunafn: Er nánast alltaf kallaður Aron, stundum Ronni og í örfá skipti formaðurinn

Afhverju ertu Harðverji?: Fljótlega eftir að ég komst á meistaraflokks aldur ákvað ég að láta gott heita í boltanum eftir þrálát hnémeiðsli, hinsvegar er hægara sagt en gert að segja skilið við knattspyrnuna. Margir af æskuvinum mínum og samherjum úr yngriflokka starfinu hjá BÍ/Bolungarvík spila með Herði og því ákvað ég að taka fram skóna aftur, allavegana þangað til að hnén gefa sig. Spilaði þar helst inní góður félagsskapur og frábær umgjörð í kringum liðið.

Uppáhalds matur: Gefðu mér lambalæri með piparostasósu að borða og ég er sáttur

Besti samherji: Öryggið sem að Axel Sveinsson kemur með inní Harðar vörnina er gífurlegt og smitar út frá sér, virkilega góður knattspyrnumaður þar á ferð

Erfiðasti andstæðingur: Hef aldrei mætt það erfiðum andstæðingi í keppnisleik að ég muni einhvað sérstaklega eftir honum en þegar að Ólafur Atli er í ham á æfingum þá er fátt sem stoppar hann

Hvað finnst þér skemmtilegast í öllum heiminum? Finnst virkilega skemmtilegt að ferðast til annarra landa, þyrfti að gera meira af því

Segðu frá skemmtilegu atviki í leik:

Þetta atvik átti sér stað í leik á Skeiðisvelli í Bolungarvík þegar að ég var að spila með 2.flokki BÍ/Bolungarvíkur gegn Skallagrím, Ásgeir bróðir var að dæma leikinn. Þetta atvik er ekki beint skemmtilegt í mínum augum en það hefur svo sannarlega glatt aðra.

Þannig er mál með vexti að við vorum að vinna nokkuð örugglega, það kemur langur bolti í átt að markinu og ég að sjálfsögðu mæti boltanum og tek hann upp í hendurnar. Það vill svo ekki betur til en að Ásgeir bróðir blæs í flautuna og ég skyldi ekkert í honum, því næst lít ég í kringum mig og sé að ég er kominn langleiðina að miðjunni, langt fyrir utan minn vítateig. Þetta verðskuldaði gult spjald og ég í bræði minni ákveð ég að dúndra boltanum í burtu. Það kom sér vel þennan dag að dómarinn skyldi vera bróðir minn því ég hefði án nokkurs vafa átt að líta rauða spjaldið, en allt kom fyrir ekki og ég fékk að klára 90 mínútur með fulla einbeitingu eftir þetta atvik.

 

Fyrsta viðtalið er að sjálfsögðu við fyrirliða liðsins Axel Sveinsson. Hann hefur leikið með Herði þau 4 ár síðan fótboltinn var endurvakinn. Það er augljós ástæða afhverju hann er fyrirliði liðsins þar sem hann er frábær drengur, harður í horn að taka og gefur mikið af sér á æfingum og leikjum.

img_5219.jpg

Nafn: Axel Sveinsson

Gælunafn: Seli, Lexi

Afhverju ertu Harðverji?:

Ætli það hafi ekki byrjað í gegnum handboltann, en þessi klúbbur er byggður upp á heimastrákum og vinum sem njóta fótboltans saman

Uppáhalds matur: Jólamaturinn er í miklu uppáhaldi

Besti samherji: Ég æfði og spilaði með Emil Páls upp yngri flokkana að það er ekki annað hægt að nefna annan sérstaklega eftir allt sem hann hefur gert á knattspyrnuvellinum með FH síðustu ár. En með Herði verð ég að nefna Hinrik Elís þar sem hann er að öllum líkindum markahæsti leikmaðurinn eftir endurvakningu en hann er gerður úr mörkum og hann er alltaf í góðu skapi

Erfiðasti andstæðingur: Ég man nú eftir fyrsta leik mínun með gamla BÍ/BOL þegar ég kom inná sem varamaður gegn Fram þar sem Steven Lennon var þá, án efa sá erfiðasti

Hvað finnst þér skemmtilegast í öllum heiminum? Það hlítur að vera að mæta á æfingar, ég hef verið að gera það síðan ég man eftir mér og ætla mér að halda áfram að gera.

Segðu frá skemmtilegu atviki í leik: Skemmtilegasta atvik fótboltans er mitt fyrsta mark fyrir Hörð, negla langt fyrir utan teig gegn Lummuni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s