Félagið

Knattspyrnufélagið Hörður var stofnað árið 1919 af liðsmönnum sem voru áður í Fótboltafélagi Ísafjarðar en fannst þörf á öðru knattspyrnufélagi í bænum. Aðrar íþróttagreinar eins og glíma, frjálsar íþróttir og handbolti voru einnig stundaðar í nafni félagsins. Knattspyrnudeild Harðar starfaði af krafti þangað til seinni hluta 20. aldar en það var um sumar árið 1979 þar sem Hörður spilaði sinn síðasta knattspyrnuleik. Knattspyrnufélagið ÍBÍ var stofnað í kjölfarið þar sem knattspyrnufélögin Hörður og Vestri voru sameinuð. Félagið starfaði áfram á öðrum vetvöngum en af litlum krafti þangað til að gamall Harðverji, Hermann Níelsson, myndaði öfluga glímusveit. Á síðustu árum hefur íþróttagreinum fjölgað innan Harðar þar á meðal handbolti, júdó, Thai Kwondo og nú knattspyrna.

Knattspyrnudeild Harðar var endurvakin árið 2013 af Tómasi Emil Guðmundssyni og Gunnlaugi Jónassyni. Þeir höfðu heyrt margar sögur af félaginu því afar þeirra Högni Þórðarson bankastjóri, fyrrum formaður félagsins, og Gunnlaugur Jónasson bóksali spiluðu og störfuðu fyrir félagið.Félagið var endurvakið því eins og árið 1919 var þörf á öðru knattspyrnufélagi í bænum.

Markmið félagsins er að knattspyrnumenn sem eru komnir upp úr yngri flokkum fái tækifæri til að stunda íþróttina áfram, vera íþróttinni og samfélaginu til sóma og sækja til sigurs í öllum keppnisleikjum félagsins. Félagið er með æfingar á Ísafirði en einnig í Reykjavík en iðkendur félagsins í vetur hafa verið 45 manns

  

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s