Harðverjar sigruðu Garðbæinga

Knattspyrnufélagið Hörður spilaði gegn liði KFG laugardaginn 4. júlí. Veðurguðirnir voru svo sannarlega hliðhollir Harðverjum, rjómablíða og spegilsléttur pollurinn. Þetta var einnig fyrsti leikur sumarsins á grasvellinum við Torfnes. Vel var mætt í stúkuna enda ekki á hverjum degi sem áhorfendur fá frítt kaffi og meðlæti yfir knattspyrnuleik. Þess má geta að þjálfari KFG er enginn annar en Lárus Guðmundsson fyrrum atvinnumaður í Þýskalandi og íþróttalýsandi.

Byrjunarliðið var þannig skipað:

                               Jóhann Baldur

Geiri Gumm   Daníel    Tómas Helgi   Ásgeir Kristján

Óttar Helgi      Haraldur   Axel(F)     Andrés Hjörvar

                      Hafsteinn Þór  Hinrik Elís

Harðverjar byrjuðu tilbaka og teymuðu gestina framar, en sóttu svo af krafti í formi skyndisókna. Geiri Gumm meiddist fljótlega í leiknum en Dagur Elí kom inn á í hans stað en þá fór Hjörvar í vinstri bak og Dagur Elí á hægri kannt. Óttar Helgi færði sig yfir til vinstri. Þessi skipting svínvirkaði því að Hjörvar og Óttar gjörsamlega áttu vinstri vænginn og voru bæði líflegir í vörn og sókn. Tómas Helgi var eins og tveggja hæða rúta og strönduðu sóknir KFG oft hjá varnarmanninum unga. 

Á 59 mínutu skoruðu Harðverjar fyrsta markið. Þar var að verki bolvíkingurinn Hafsteinn Þór Jóhannsson. Stungusending var of löng innfyrir vörn KFG og náði Sigurður Helgi hafsent boltanum. Hafsteinn gaf í og elti Sigurð, stal af honum boltanum og renndi honum framhjá markmanni KFG. Þetta mark var dæmi um dugnað og hungur Harðverja í þessum leik. KFG áttu nokkur hættuleg færi í lokinn en Jóhann Baldur og vörnin sá til þess að boltinn rataði ekki innfyrir í þessum leik. 1-0 sigur Harðverja var staðreynd og mikil fagnaðarlæti brutust út. Þessi sigur skilaði Harðverjum í annað sætið með 10 stig.

Það var mjög erfitt að velja mann leiksins í þessum leik. Allir leikmenn liðsins börðust saman sem ein heild. En Hjörvar og Óttar voru fremstir í flokki í þessum leik og sýndu frábæra takta í vörn sem og í sókn.

  
Hjörvar og Óttar voru menn leiksins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s