Stál í stál gegn Stál-Úlfi

Knattspyrnufélagið Hörður tók á móti Stál Úlfi á gervigrasinu á Torfnesi þann 28.júní síðastliðin. 

Lið Harðar var þannig skipað:

                              Aron

Ásgeir Gumm Daníel Axel Fannar

                      Haraldur

Dagur     Hjörvar  Gísli    Óttar
                    Ingvar Bjarni

  
Leikmenn Harðar byrjuðu mun betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Varnarmaður Stál Úlfs átti slæma sendingu aftur á markmann en Gísli Rafns hljóp eins og byssubrandur, náði boltanum og lagði hann í vinstra hornið, einstaklega vel gert hjá þessum efnilega leikmanni.

Annað mark Harðar skoraði Óttar með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Ingvari frá hægri. Ingvar er ekki bara stór og stæðilegur heldur getur hann einnig breytt sér í ýmis kvikinda líki en þessi fyrirgjöf var gullfalleg.

Rétt fyrir hálfleik skoruðu Stál Úlfur en þar var að verki Guðmundur Sindri Hafliðason en markið var stórglæsilegt. Fallegt samsbil og nokkrar krúsídúllur og boltinn söng í fjærhorninu, óverjandi fyrir Aron markvörð. Á 64 mínutu jöfnuðu Stál Úlfs menn en þá slapp Rúben Felipe Vasques Narciso í gegn og lagði hann í fjærhornið framhjá Aroni. Hörður gat stolið sigrinum í lokin en Sverrir Úlfur var aðeins centimetrum frá því að setja boltann inn eftir sendingu frá hægri kantinum. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Aron spilaði gríðarlega vel í markinu og varði tvisvar 1 á móti 1 og átti eina sjónvarpsmarkvörslu. 

3 leikmenn spiluðu einnig 90 mínútur daginn áður þeir, Haraldur, Dagur og Gísli. Það var ekki að sjá á þeim í seinni leiknum og fá þeir mikið hrós fyrir dugnað.

Harðverji leiksins var þó Daníel Ari sem var eins og klettur í vörninni og stoppaði sóknir Stál Úlfs fjölmörgum sinnum.

  
Daníel Ari var Harðverji leiksins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s