Örninn – Hörður

Pistil skrifar Gunnlaugur Jónasson

Byrjunarlið:

                Jóhann

Ásgeir – Gulli – Haffi – Fannar

               Haraldur

        Þröstur Hafsteinn

Ásgeir Gísla                Hjöbbi

                 Hinrik

Það var augljóst í upphafi leiks að flestir leikmenn Harðar hefðu spilað leik daginn áður. Lagt var upp með að liggja til baka og verjast til að fá tilfinningu fyrir andstæðingnum og nýta tækifærið þegar gæfist til að sækja hratt. Varnarþátturinn gekk mjög vel og komust leikmenn Arnarins aðeins einu sinni í álitlegt færi þegar boltinn datt fyrir fætur framherja þeirra inní vítateig en skot hans voru bæði varin, fyrst af Gulla og svo af Jóhanni i markinu áður en boltanum var hreinsað í burtu. Að öðru leiti komust þeir ekki nálægt markinu og stóð unglambið Haraldur sig gríðarlega vel í að verja öftustu línu og sýndi sér eldri mótherjum litla virðingu. Sóknarlega gekk Harðverjum þó brösulega að tengja saman sendingar og greinileg þreytumerki á leikmönnum þar sem einfaldar sendingar og færslur voru að klikka. Seinni háfleikur byrjaði líkt og sá síðari. Arnarmenn meira með boltann en sköpuðu sér lítið. Það var þó á 52.mínútu sem boltinn barst frá hægri væng Arnarins yfir á þann vinstri og gömlu mennirnir hægra meginn í varnarlínu Harðar voru seinir að bregðast við svo að Alexander Freyr Sigurðsson náði hnitmiðuðu skoti neðst í fjærhornið. Við það lifnuðu Harðverjar eilítið við. 10 mínútum seinna ætlaði markmaður Arnarins að spyrna frá marki sínu þegar fyrirliðinn Hafsteinn var í rólegheitum að skokka úr teignum til að koma sér í stöðu. Varnarmaðu Arnarins var lítt hrifinn af nærveru Hafsteins og ákvað að veita honum þéttingsfast fast högg í bringuna. Stjarnfræðilega heimskulegt og hann rekinn í sturtu ásamt því að vítaspyrna var dæmd. Markamaskínan Hinrik Elís Jónsson steig á punktinn og skoraði með þéttingsföstu skoti niðri í vinstra hornið. Markmaðurinn var í boltanum en stærðfræðin var einföld, Lærin á Hinrik > Líkamsstyrkur markvarðar. Eftir þetta færði Hörður sig framar á völlinn og pressaði Örninn hátt á vellinum. Áttu heimamenn í stökustu vandræðum með að spila boltanum frá sér og þrumuðu honum ýmist útaf eða beint fram á pönnuna á Haffa. Stíf pressan skilaði loks árangri undir lok venjulegs leiktíma þegar hinn síungi Ásgeir Guðmundsson átti sprett upp hægri kantinn eins og bakverðir gjarnan gera og lyfti boltanum silkimjúkt inn fyrir vörnina þar sem Axel tók á móti honum og sendi hann fyrir markið á Hinrik sem stangaði hann af miklu afli í samskeytin nær. Leiktíminn rann út án vandræða og sigur í hús. Þar sem ekki var mikið á tanknum eftir leik laugardagsins var þetta ekkert annað en karaktersigur. Síðustu 25-30 mínúturnar voru algjörlega eign Harðar og virtust allir vera búnir að gleyma þreytu og þrekleysi. Erfitt er að benda á einn leikmann sem bar af en þó verður að hylla aldursforsetann Ásgeir Guðmundsson og veita honum titilinn Harðverji leiksins. Þrátt fyrir að vera þrítugur og hafa spilað klukkutíma daginn áður munaði honum ekkert um að bjóða uppá áætlunarferðir upp vænginn fram í uppbótartíma og var það einmitt úr einni slíkri sem sigurmarkið kom.
  
Ásgeir Guðmundsson var maður leiksins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s