Skínandi – Hörður 

Pistil skrifar Þórir Karlsson

Laugardaginn 12. júní síðastliðin mættu Harðverjar liði Skínanda á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lið Skínanda er saman sett úr mörgum efnilegum leikmönnum Íslandsmeistara Stjörnunar, má með sanni segja að okkar menn áttu í þó nokkrum vandræðum með þetta unga og létt leikandi lið.

Okkar menn settu leikinn þannig upp að þeir ætluðu að liggja til baka og beita skyndisóknum. Fyrri-hálfleikur spilaðist ágætlega fyrir okkar menn, þós svo að þeir næðu ekki að ógna marki Skínanda að neinu ákveðnu ráði. Í hálfleik var staðan 1-0 fyrir Skínanda, en Harðverjar voru þó inní leiknum ennþá. Harðverjar áttu margar efnilegar skyndisóknir í fyrri hálfleiknum, en slæmar og óhnitmiðaðar sendingar komu í veg fyrir að eitthvað yrði úr þeim. 
Í hálfleiknum voru menn orðnir óþolinmóðir og vildu fara að koma sér úr skotgröfunum og reyna að ógna meira. 
Það er eitthvað sem okkar menn hefðu ekki átt að gera, heldur hefðu þeir átt að halda þolinmæðinni, því á fyrsta korteri seinni hálfleiksins bættu Skínanda menn við tveimur mörkum og staðan orðin 3-0. En þegar 20 mínútur voru eftir minnkaði varafyrirliðinn, Hafsteinn Þór Jóhannsson muninn og okkar menn komnir aftur inní leikinn.  
Eftir það sloknaði á okkar mönnum og fylgdu tvö mörk frá Skínada í kjölfarið. Seinna markið hefði þó aldrei átt að standa en í aðdraganda þess var brotið á leikmanni Harðar.
Haraldur Jóhann Hannesson var ljósi punkturinn í liði Harðar í leiknum og var valinn Harðverji leiksins, en Haraldur var mjög sterkur á miðjunni og braut margar sóknir Skínanda niður.
  
Haraldur var maður leiksins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s