Hörður – Kóngarnir

Knattspyrnufélagið Hörður spilaði við lið Kóngana þann 27. júlí. Kóngar mættu vængbrotnir í þennan leik en einungis 10 menn sáu sér fært að mæta á Ísafjörð. Harðverjar byrjuðu leikinn ákafir og ætluðu ekki að slaka á þrátt fyrir að vera einum fleiri. Fyrsta markið kom á 17. mínutu en þar var að verki Ásgeir Hinrik sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Marktækifærin voru fjölmörg eftir þetta en tréverkið fékk að finna fyrir því 6-7 sinnum í þessum leik.
Á 24. mín skoraði Jón Ingi eftir skemmtilegan samleik og þótti honum svo gaman að skora að hann setti tvö stórglæsileg mörk í viðbót. Markið sem fullkomnaði þrennuna var af 25 metrum þar sem boltinn söng ofarlega í bláhorninu.
Kóngarnir reyndu að beita skyndisóknum en varnarlína Harðverja var sterk og ekkert fór í gegnum Axel, Akkerið á miðjunni.
Fimmta og síðasta markið kom á 78. mínutu þar sem Hafsteinn Þór slapp á gegn eftir flott einstaklingsframtak og lyfti boltanum í markvörð Kóngana. Skot hans á markið hæfði Hinrik Elís og fór boltinn inn í markið. Dómari leiksins skráði markið á Hinrik en Hafsteinn Þór tekur þeirri ákvörðun eflaust drengilega. Leikurinn endaði með 5-0 sigri Harðverja.
Þessi leikur var kveðjuleikur fyrirliðans,Axel Sveinssonar, sem er að til Danmerkur í skóla. Hans verður sárt saknað en hann er búinn að standa sig frábærlega í sumar og er fyrirmyndar Harðverji innan sem utan vallar.

20140728-092149-33709572.jpg
Axel Sveinsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s