Snæfell – Hörður

Þann 28. Júní spiluðu Harðverjar gegn Snæfell í Stykkishólmi.
Fyrsta mark leiksins skoraði Hörður á 10 mínutu. Hinrik Elís fékk stungusendingu innfyrir vörn Snæfells þar sem hann lenti í kapphlaupi við Rúnar Sigurðsson markmann Snæfells um boltann þar sem Hinrik var fljótari og lék á markmanninn og lagði boltann í netið. Leikmenn Snæfells vildu meina að Hinrik hafði lagt fyrir sig boltann með hendinni en Magnús Þór dómari leiksins var ósammála. Snæfell voru fljótir að jafna. Á 11 mínutu fá þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Harðverja. Fyrrum leikmaður KÍB ,Predrag Milosavljevic, tók spyrnuna og skaut boltanum í vegginn þar sem boltinn breytti um stefnu og fór í öfugt horn en Hrafn Davíðsson náði að verja. Snæfellingar voru fljótari að ná frákastinu og skoruðu í autt markið á meðan Harðverjar sátu frostnir eftir á vítateignum.
Hörður voru meira með boltann og sköpuðu sér fín færi á meðan Snæfell vörðust aftarlega og beittu skyndisóknum. Á 53 mínutu skoraði Ásgeir Hinrik skrautlegt mark. Varnarmaður Snæfells sendir boltann tilbaka á markvörð undir pressu Harðverja en boltinn skoppar á þúfu yfir fót Rúnars markmanns. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ásgeir Hinrik sem lagði hann ,,snyrtilega“ í autt mark Snæfells.
Sem fyrr voru Snæfell fljótir að svara en á 57 mínutu skora þeir úr vítaspyrnu eftir vafasaman vítaspyrnudóm. Miðjumaður Snæfellinga var með fyrirliða Harðar, Axel Sveinsson, í bakinu. Leikmaður Snæfells lætur sig falla með tilþrifum eins og hann hafi verið skotinn í bakið og dómari leiksins bendir á punktinn. Predrag skoraði örugglega úr spyrnunni.
Við þetta settu Harðverjar í 4 gír og Hinrik skorar glæsilegt skallamark á 69 mínutu. Jón Ingi Skarphéðinsson gerði síðan út um leikinn með glæsilegu skoti utan teigs sem söng í netinu. Eftir þetta kæfðu Harðverjar leikinn og leikurinn endaði 4-2 fyrir Harðverjum.
Lið Harðar: Hrafn, Fannar(Rúnar Jón), Axel, Aggi, Tómas Emil, Róbert Boulter, Hákon Dagur, Palli Smelt(Jón Ingi), Ásgeir Hinrik, Jóhann Mar og Hinrik Elís(Ómar Hólm)

20140706-011355-4435043.jpg
Hinrik Elís skoraði 2 mörk

20140706-011440-4480192.jpg
Heppnin var Ásgeiri í liði í öðru markinu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s