Kóngarnir – Hörður

Harðverjar mættu kóngunum á gervigrasvellinum í Safamýri í Reykjavík þann 31. maí síðastliðinn. Reykjavíkurdeild Harðar hefur æft á vellinum í vetur og voru því kunnugir staðarháttum þegar leikur bar að garði. Það var þó ekki að sjá þegar leikurinn hófst en sárafátt gerðist í leiknum framan af. Kóngarnir lágu á vítateignum saddir og sælir með að halda þessu á núlli. Þeir náðu þó að pota inn marki á 37. mínútu með vel útfærðri skyndisókn og var þar Gunnar Ormslev að verki. Hann ásamt öðrum var búinn að fá áminningu í leiknum en Kóngarnir voru viljugir til þess að láta sig fljúga í tæklingar.
​Í hálfleik fór Tómas Emil í markið en stjörnuleikmaður Harðar, Hrafn Davíðsson, meiddist í fyrri hálfleik þegar Fannar Már hræddi úr honum líftóruna í vítateignum. Hafsteinn og Jóhann Mar komu inn á fljótlega í seinni hálfleik og áttu svo sannarlega eftir að hafa áhrif. Með þeim kom krafur og leikgleði í leik harðarmanna sem skilaði marki á 61. mínútu. Þar var Jóhann Mar að verki með skoti á nærstöng eftir að boltinn barst til hans í vinstra vítateigshorninu. Þorgeir Jónsson kom inn á 72. mínútu en eitthvað þóknaðist dómaranum það ekki og gaf honum gult fyrir skort á formsatriðum. Hann var síðan sendur af velli rétt fyrir leikslok þegar að hann fór háskalega í kóng og fékk að líta rauða spjaldið. Harðverjar gáfu þó ekki árar í bát og skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma þegar að Ásgeir Gísla beitti sínum alræmdu krúsídúllum, skaut lausu skoti sem markmanninum tókst að missa. Hafsteinn var þar réttur maður á réttum stað, þakkaði markmanninum kærlega fyrir gjöfina og potaði boltanum í autt markið. Þrjú stig í hús fyrir Ísfirðinga, 2-1 sigur staðreynd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s