Hörður – Snæfell

knattsHordur

Knattspyrnufélagið Hörður spilaði sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í knattspyrnu í 30 ár þegar þeir tóku á móti liði Snæfells frá Stykkishólmi. Fyrir leikinn var Högni Þórðarson, fyrrum bankastjóri og formaður Harðar heiðraður fyrir störf sín í þágu félagsins. Hörður Högnason, sonur Högna, tók við viðurkenningu fyrir hönd föðurs síns.

Leikurinn fór rólega af stað en Harðverjar voru talsvert meira með boltann og sköpuðu sér hættuleg færi. Leikmenn Snæfells spiluðu þéttan varnarleik og sóttu lítið upp völlinn. Hólmarar áttu þó skot í slá úr aukaspyrnu þegar 10 mínutur voru eftir en heilladísirnar voru með Ísfirðingum. Leikurinn endaði 0-0. Frammistaða heimamanna var til fyrirmyndar þó svo að boltinn vildi ekki inn í markið. Það var gott samspil og kröftugur varnarleikur sem gefur góð fyrirheit fyrir næstu leiki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s